Kjósendum bófaflokkanna mun þykja það fagleg viðbrögð, að ráðherra ákveði að virkja í friðlandi Þjórsárvera. Að taka Norðlingaölduveitu úr verndarflokki og setja í virkjunarflokk. Að eyðileggja marga fossa í Þjórsá. Aðstoðarkona ráðherrans gaf í botn og sagði virkjun fela í sér verndun. Hver er þá munur verndarflokks og virkjunarflokks? Þessir bófar eru sýnilega bæði heimskir og illa innrættir. Allt er þetta slys í boði kjósenda bófaflokkanna tveggja. Kjósendur settu til valda flokka, sem áður hafa valdið skaða á þjóðfélaginu. Einkum með verndun sérhagsmuna og ofstækisfullu dálæti á rándýrri stóriðju.