Leita ekki læknis

Punktar

Þriðji hver Íslendingur frestaði brýnni læknisþjónustu í fyrra, mest vegna fátæktar. Afleiðing af aukinni hlutdeild fólks í kostnaði og af nýjum álögum á sjúklinga. Fátækt er orðin svo mikil, að fólk tímir ekki heilsuþjónustu ríkisins. Sáum þetta áður í versnandi tannhirðu, en nú er þetta að dreifast almennt um heilsuþjónustuna. Ein birtingarmynd gjárinnar, sem er að myndast milli ríkra og fátækra. Í orði segjast landsmenn styðja opinberan rekstur heilsuþjónustu, en í borði kjósa þeir bófaflokka, sem víkka gjána. Gráðugir telja það vera sér í hag, en vita ekki hvenær ógæfan snýr að þeim sjálfum.