Segir eitt – gerir öfugt

Punktar

Annan daginn sker forsætis niður framlög til kvikmyndagerðar um nær helming. Hinn daginn sker hann upp herör opinberrar fyrirgreiðslu við kvikmyndagerð. Ekkert samband er milli verka og orða Sigmundar Davíðs. Gerðir hans ganga raunar þvert á orð hans. Það er raunar megineinkenni loddarans. Hann lifir í draumaheimi, þar sem orð hans jafngilda gerðum. Að þeim sögðum finnst honum hann geta brugðið niðurskurðarhnífi. Hann ímyndar sér, að hann vilji vel og geti því unnið óhæfuverk. Svo lofar hann bara meiru. Sigurganga SDG er dæmi um þann skaða, sem kjósendur loddara valda á viðkvæmu kerfi lýðræðisríkis.