Sjóðstjórar fíflaðir

Punktar

Lífeyrissjóðir almennings sýndu aftur í vor, að þeir eru ófærir um að gæta hagsmuna lífeyrisþega. Á versta tíma keyptu sjóðirnir mikið af pappírum í Vodafone, sem óðar hröpuðu í verði. Meðal fagmanna eru þetta talin verstu viðskipti ársins. Áður var komið í ljós í hruninu, að forstöðumenn sjóðanna höfðu látið bankabófa og útrásarvíkinga spila með sig. Þeir hafa ekki enn tekið afleiðingum gerða sinna og sitja sem fastast. Höndla enn með drjúgan hluta af eignum landsmanna og kunna ekkert með að fara. Betra er að þjóðnýta sjóðina og fela hámenntuðum og hlutlausum útlendingum að gæta fjöreggsins.