Ameríska martröðin

Punktar

Ameríski draumurinn er orðinn að martröð. Stéttaskipting harðnar ört og fólk færist síður milli stétta. Gæði lífsins ganga í erfðir. Bilið milli ríkra og fátækra eykst hratt í Bandaríkjunum og Bretlandi. Ameríski draumurinn lifir samt enn, annars staðar. Á norðanverðu meginlandi Evrópu og á Norðurlöndum. Þar er rekin velferð, sem ver alþýðuna fyrir ágangi gráðugs auðfólks, gefur fólki færi á að flytja sig upp kjarastigann. Íslendingar hafa á þessari öld færst frá jöfnuði Norðurlanda til stéttafrystingar Engilsaxa. Bilið milli ríkra og fátækra eykst og á hverju ári eru höggvin ný skörð í velferðina.