Dreifing auðs á íbúa er jöfnust á Norðurlöndum. Samkvæmt Gini-stuðli er misræmið þar um 25 stig. Hér er það hærra, um 28 stig, sem jafngildir meiri ójöfnuði. Við stefnum í átt til Bretlands, þar sem misræmið er 34 stig. Og til Bandaríkjanna, þar sem misræmið er 45 stig, hæst iðnvæddra ríkja. Betra fyrir okkur væri að færast nær Norðurlöndum og draga þannig úr spennu milli stétta. Hún byggist á, að láglaunafólk verður jafnan útundan í samkomulagi á vinnumarkaði. Alþýðusambandið rekur stefnu ójafnaðar, sem hefur hingað til leitt til vaxandi munar á ríkum og fátækum. Við þurfum að stokka þar upp.