Ríkið á Geysi og Strokk

Punktar

Ríkið á Geysishverina og getur ekki látið viðgangast gjaldtöku aðliggjandi landeigenda. Því miður hefur ríkið sofið á verðinum og misst frumkvæðið úr höndum sér. Ákvörðun aðliggjandi landeigenda um gjaldtöku hlýtur að vekja stjórnvöld. Þau verða að banna fyrirhugaða gjaldtöku og ljúka þess í stað langvinnri hugleiðingu um ferðapassa eða aðgangseyri. Setja þarf upp einfalt kerfi, sem veldur sem minnstri fyrirhöfn og minnstum ágreiningi. Eðlilegur vaskur á gistingu mundi útvega fé til framkvæmda við alla ferðamannastaði. Ragnheiður Elín Árnadóttir ber ábyrgð á, að þetta mál fari ekki úr böndum.