Hefðbundnir fjölmiðlar heita eitthvað, sem þú skilur. Vísa gjarna til þess starfs, sem þar er unnið. Þeir heita Guardian, Independent, Spiegel og El Pais. Eða Morgunblaðið, Saga og Pressan. Þegar ljósvakinn kom til skjalanna var hins vegar lítið um hugmyndaflug á þeim bæjum. Þess vegna heita þessar stöðvar einhverju rugli á borð við BBC eða CNN, ARD eða ZDF. Ríkisútvarpið fór að elta ruglið að ráði markaðsfræða, kallast núna RÚV. Ljósaskilti yfir dyrum Efstaleitis auglýsir hugmyndaskortinn. Mín vegna má þetta heita RÚV og hafa neon-skilti upp á það. Samt telur SDG skammstafanir vera skammaryrði.