Mjög í framsóknarstíl, að Ásmundur Einar Daðason hótar þjóðinni öllu illu, ætli hún að samþykkja framhald viðræðna við Evrópusambandið. Til Bruxelles verði þá send samninganefnd, sem hleypi viðræðum í strand. Dólgshátturinn leynir sér ekki, dæmigerður fyrir jarðvöðla Framsóknar. Sterkast kemur hann fram í óbeit framsóknarmanna á náttúrunni, sem einkum einkennir bændasyni á mölinni. Fremst fer þar jarðvöðull í umhverfisráðuneytinu, sem rífur lög og reglur eins og honum þóknast. Í óbeit sinni á náttúru og fagmennsku stöðvar Sigurður Ingi Jóhannsson jafnvel vinnu fagfólks við rannsókn á vatnsmengun.