Óeðli margra ráðherra kemur sífellt betur í ljós. Nánast daglega er einhver þeirra í fréttum fyrir heimsku, hatur, undirferli eða tuddaskap. Hanna Birna hélt sig fyrst til hlés sem ráðherra. Var áður fræg fyrir að nota dylgjur í leka til að reyna að ryðja borgarstjóra sínum frá og síðar gegn formanni flokksins í sama skyni. Nú notar hún sem ráðherra lygi í leka til að ofsækja hælisleitanda. Svo beitir hún löggunni til að hætta við kæru á Árna Johnsen og félaga fyrir að höggva borgartré í Breiðholti. Sama dag lætur hún lögguna kæra þekkta borgara fyrir tilraun til verndar Gálgahrauns. Hamslaus tuddi.