Vafalaust er vel meint af menntaráðuneyti að útskrifa nemendur með vottorði um skýra sjálfsmynd, ábyrga afstöðu í lífi og virðingu fyrir umhverfi. Flott væri að virkja börn til ábyrgðar í samfélaginu. Ekki veitir af, eins og sést af klúðri foreldra og foreldra þeirra. Gallinn er bara, að ekki er til neinn mælikvarði á dyggðir fólks. Slíkt mundi enda með, að kjósendur Framsóknar og Flokksins misstu atkvæðisrétt. Geðþótti kennara getur ekki verið staðgengill mælikvarða. Meðan hann er fjarri, geta áðurnefndir kjósendur andað léttar. Misráðinn góðvilji ráðuneytis verður ekki að veruleika og er bezt gleymdur.