Loksins heyrist vit

Punktar

Hugmyndir Halldórs Halldórssonar borgarstjóraefnis um framtíð Reykjavíkur eru betri en núverandi meirihluta. Að svo litlu leyti sem taka ber mark á orðum pólitíkusa. Segist vilja fleiri mislæg gatnamót, Miklubraut í stokk og þéttingu byggðar utan miðbæjarins. Þetta eru akkúrat þau mál, sem núverandi meirihluti setti í skammarkrók. Við þurfum liprari umferð, svo bílar hangi ekki lengi mengandi í gangi á gatnamótum. Við þurfum því mislæg gatnamót, neðanjarðargötur og nóg af bílastæðum neðanjarðar. Einkum þarf að hlífa oss við þéttingu eldri byggðar með því að rýra lífsgæði þeirra, sem fyrir búa.