Sagnfræðin malar án afláts, þvert á tilraunir málsaðila til að endurskrifa söguna. Í bókinni: „Bringing Down the Banking System“ kemst Guðrún Johnsen að þeirri niðurstöðu, að pólitíkusar beri mesta ábyrgð á hruninu. Þeir lögðu línurnar, einkavæddu bankana í þágu bófa og skipulögðu skortinn á eftirliti. Geir H. Haarde hrökklaðist úr pólitík eftir hrun, fékk vægan dóm og slapp fyrir horn. Öðru máli gegnir um Davíð Oddsson, sem ber ábyrgð á einkavæðingu og eftirlitsleysi. Bætti svo um betur með að gera Seðlabankann gjaldþrota, þegar hrunið var óumflýjanlegt. Reigir sig enn óforbetraður á fjóshaugnum.