Að mestu hefur Vesturlöndum mistekizt að laga múslima að siðum og lögum nýja landsins. Sést bezt af fjölda róttækra íslamista, sem fara þaðan til að berjast við trúvillinga í löndum múslima. Til dæmis núna í Sýrlandi. Flestir nýbúar aðlagast nýju landi og reyna að komast þar áfram. En það gildir ekki um alla múslima. Sumum gengur verr að festa rætur, Lenda því í andstöðu við kerfið. Leiðir til, að gestgjafalöndin þurfa að taka múslima öðrum tökum en venjulega hælisleitendur. Sumir þeirra þurfa meiri aðlögun, meira eftirlit. Annars lendum við í svipuðum vanda og einkennir hópa múslima á Vesturlöndu