Fyrir kosningarnar borgaði Ísland sömu vexti og Írland af ríkislánum, 4,1%. Síðan reis Írland úr öskustónni og borgar bara 1,8% vexti. Ísland sökk hins vegar dýpra og borgar 6,4% vexti. Ástæðan er ein, loddarinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Lofaði þjóðrembdum kjósendum að láta útlenda hrægamma borga húsnæðislán. Meinti ekkert með því og hefur ekkert gert í því síðan. Bara á að efna brot af loforðinu og fólk látið borga það sjálft í skatti. Svo borga ríkissjóður og skattgreiðendur milljarða á ári aukalega í ofurvexti af því að loddari veifaði þjóðrembu framan í banana-kjósendur, bara í þykjustunni.