Leyndó lifir góðu lífi

Punktar

Íslenzkt leyndó kristallast vel í lekamáli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Enn er ekki upplýst, hver samdi lygi í leka og hver kom lekanum á framfæri við trúgjarna fjölmiðla. Sennilega hefur aðstoðarfólk ráðherrans verið að verki fremur en fast starfsfólk ráðuneytisins. Liggur í augum uppi. Vitum ekki um aðild Hönnu Birnu að lyginni. Í Danmörku hefði hún sagt af sér, því ráðherra ber ábyrgð lygum starfsfólks. En hér ber enginn ábyrgð á neinu, allra sízt ráðherra. Erlendir blaðamenn mundu samkvæmt erlendum siðareglum segja, hver laug í þá. En hér ríkir leyndó á lyginni hjá fjölmiðlum eins og hjá kerfinu.