Fylgi Bezta flokksins í borgarkosningunum 2010 dreifist samkvæmt könnun á Bjarta framtíð og Pírata. Björt framtíð fær tvo þriðju af fylginu og Píratar þriðjung. Samfylkingin stendur í stað í fimmtungi fylgis. Fylgisbreytingar eru fyrst og fremst hjá Sjálfstæðisflokknum, sem lækkar úr þriðjungi niður í fjórðung. Og hjá Vinstri grænum, er magnast úr sjö upp í ellefu af hundraði. Framsókn fær tveimur prósentum meira en í vor, en nær þó ekki inn manni. Þetta segir mér, að arftakar Bezta flokksins séu Björt framtíð og Píratar. Og að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn fundið botninn, sem bíður hans.