Just Mariiam siglir um landið og safnar brotajárni á svörtum. Ekkert gerðist fyrr en ljósmyndari Ríkisútvarpsins kom á vettvang í Hafnarfirði. Þá kom í ljós, að ekkert eftirlit er með tilfærslu brotajárns og spilliefna. Svo kúgaðar eru íslenzkar eftirlitsstofnanir af hatri Davíðunga á eftirliti, að þær þora ekki að vinna vinnuna sína. Fimmtán ár eru síðan þjóðin losnaði við Davíð úr forsætisráðherrastóli. Samt skjálfa menn enn, þegar skammaryrðið EFTIRLITSIÐNAÐUR heyrist. Þarna brutu margir lög, útlendir og innlendir. Þeir, sem selja spilliefni á svörtum. Og mest þeir, er svíkjast um eftirlit.