Verðtryggingarnefndin tileinkaði sér rembu forsætis. „Aldrei hafa jafn stór skref verið stigin til afnáms“ verðtryggingar stóð á glærunni. Svona mundi Sigmundur Davíð nákvæmlega hafa orðað það. Ekki er þó ljóst, hvort nefndin á við heimsmet eða Íslandsmet. SDG hefði sagt „heimsmet“. En efnislega felst metið í, að verðtrygging verður ekki afnumin að sinni. Met í svikum. En málið verður vinsamlega skoðað eftir tvö ár. Þannig fauk það kosningaloforð í átt á eftir loforðinu um barsmíðar á erlendum hrægömmum. Eftir sat svikinn Vilhjálmur Birgisson með eitursúran svip í sjónvarpinu og skilaði séráliti.