Loforðunum slátrað

Punktar

Þá hefur báðum kosningaloforðum Framsóknar verið slátrað. Samt átti að vera svo sáraeinfalt að framkvæma þau. Bara sveifla kylfunni og láta hrægammana borga 300 milljarða af húsnæðislánum fólks. Og banna síðan verðtrygginguna með pennastriki. Eftir kosningar voru skipaðar nefndir í málin. Niðurstaðan er nú komin í ljós: Ekki er hægt að framkvæma loforð Framsóknar. Sigmundur Davíð sló þannig „heimsmet“, svo notað sé orð hins siðblinda formanns. Fyrst var það heimsmet í kosningaloforðum og síðan varð það heimsmet í sviknum kosningaloforðum. Gráðugir kjósendur loddarans sitja eftir með sárt ennið.