David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir, að Mahindra Rajapaksa sé „appalling“ og „chilling“ vegna mannréttindabrota. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson segir samt hann hafa „made a remarkable transformation“ á landi sínu. Þeir eru tala um sama manninn, alræmdan fjöldamorðingja í Sri Lanka. Skrítið er, hvernig Ólafur Ragnar nuddar sér sí og æ utan í heimsins mestu skúrka, Xi Jinping í Kína, Pútín í Rússlandi og blóðfursta í smáríkjum Persaflóa. Og forsetinn er enn að lofa ofurmennsku Íslendinga og hvetja til landvinninga erlendis eins og fyrir hrun. Alveg snargalin utanríkisstefna.