Í hverri viku fjölgar hugtökum í NewSpeak. Máli valdhafa, sem George Orwell notar í skáldsögunni 1984. Sigmundur Davíð stýrir tungumálinu hér á landi. Að „hugsa upphátt“ er þar nýtt orðalag yfir að ljúga. Og „óhefðbundinn“ er sá þingmaður, sem lýgur. Katrín Jakobsdóttir skal „segja af sér“, er Frosti lýgur. „Tékki í pósti“ þýðir nefndir & engar efndir. „Friðlýsing“ er fjölgun virkjanakosta. „Hagræðing“ er niðurskurður. „Samstaða“ er hlýðni. „Verður varin“ þýðir lögð niður. „Vanda þarf umræðuna“ þýðir, að gagnrýnendur skuli þegja. „Vangaveltur“ þýða fjárlög, „kosningaloforð“ þýða vangaveltur. „Strax“ þýðir aldrei. „Auðvelt“ þýðir óframkvæmanlegt. Vilji SDG er „þjóðarsátt“.