Pólitíska framtíðin

Punktar

Fyrir mér er fjórflokknum lokið. Tveir flokkar bófa og tveir flokkar bjána hafa fyrirgert tilverurétti sínum. Landinu ráða bófaflokkar kvótagreifa og bankagreifa, auðgreifa og valdagreifa. Bjánarnir sætta sig að mestu við greifana, samanber ríkisstjórn Jóhönnu. Fyrir mér skipta bara tveir flokkar máli, Björt framtíð og Píratar. Óttast samt leti og þægindafíkn Bjartrar framtíðar. Hún vill vakna seint á morgnana og máta sig við ráðherrastóla. Óttast, að í slíkum stólum muni flokkurinn sættast við greifana. Björt Ólafsdóttir er þannig. Örugglega er betri von í Pírötum, þeir eru frjálsir.