Þótt nýir flokkar fái 40% fylgi í Reykjavík, þýðir það ekki svipað fylgi í öðrum kjördæmum. Utan Reykjavíkur er fólk fastara í gömlum venjum og þægara við bófana, sem ráða landinu. Samt er þetta mikill sigur nýrra tíma, því að Reykjavík er deigla Íslands, þar sem hlutirnir gerast. Sjálfstæðisflokkurinn festist þar í 25% fylgi og Framsókn er blessunarlega að nálgast núllið. Með þessu ráðherraliði eru bófaflokkunum allar bjargir bannaðar í höfuðborginni, þótt þeir skrimti annars staðar. Gefur von um, að þrælaþjóðinni sé ekki alls varnað. Hún muni fyrr en síðar hrifsa frelsið undan hefðbundnum bófaflokkum.