Hossa miðaldahugmynd

Punktar

Þjóðarsátt er miðaldahugmynd, sem Mussolini endurvakti á Ítalíu. Tilraun valdabófa til að knýja almenning undir vilja auðgreifa í krafti þjóðrembu. Kirkjan hefur ætíð harmað miðaldir og íslenzka þjóðkirkjan kemur því ekki á óvart. Biskupinn vill þjóðarsátt, gefur tóninn um, að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Hún bullar bara, enda er það hlutverk biskups. Þurfum hins vegar að rjúfa þjóðarsátt, losna undan oki kvótagreifa og auðgreifa, bankagreifa og valdagreifa. Engin sátt verður um eitt né neitt fyrr en við byltum okkur undan oki valdagreifanna, sem hampa þjóðarsátt og þjóðrembu.