Eftir þrjá ársfjórðunga af rugli eru einkunnir ráðherranna: Í heimsku toppar Gunnar Bragi og í öðru sæti er Ragnheiður Elín. Í fólsku toppar Hanna Birna og í öðru sæti er Kristján Þór. Í ofstopa toppar Sigurður Ingi og í öðru til þriðja sæti eru ráðherraefnin Ásmundur Einar og Vigdís Hauks. Í lygi toppar Sigmundur Davíð og enginn kemst þar nærri. Líkastir fólki eru Bjarni Ben, Illugi og Eygló og keppa ekki til verðlauna á neinum sviðum. Dæmi hlaðast upp í fréttum um, að engin ríkisstjórn í sögunni hefur verið eins hraklega mönnuð. Ryðst fram á fjórum sviðum; heimsku, fólsku, ofstopa og mest í lygi.