Sá þennan texta Páls í gær: „Helstu rökin fyrir ESB-aðild voru að Ísland væri ónýtt. Gjaldmiðillinn okkar væri ónýtur, eftirlitið með fjármálafyrirtækjum væri ónýtt, efnahagskerfið væri ónýtt, stjórnarskráin væri ónýt og gott ef ekki þjóðin sjálf væri ónýt.“ Allt hárrétt eins og svo margt, sem sagt er í blogginu. Niðurstaða höfundar var, að Samfylkingin geti ekki selt kjósendum þessar kenningar. Hafi hrunið niður í 12,9% fylgi út á þær. Einnig rétt. Vandinn er, að þjóðin sjálf er ónýt. Þolir ekki að heyra sannleikann. Lifir í þjóðrembdum órum um eigin snilld. Lesið bók Guðrúnar Johnsen.