Í klóm bófaflokka

Punktar

Á fyrstu vikum stjórnarinnar kom í ljós, að henni bráðlá á að þjóna greifum, einkum kvótagreifum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru umbar ríkiseigendanna. Öllum kosningaloforðum í þágu almennings var hins vegar ýtt til hliðar, sett í nefndir og nefndanefndir. Á rúmlega hálfu ári hefur komið í ljós, að ekki er ætlunin að efna neitt af dramatísku kosningaloforðunum. Í staðinn vefur forsætis-loddarinn um sig þjóðfánanum og kyrjar þjóðsönginn. Ríkisstjórnin er skipuð siðlausum lygurum, sem enginn heiðvirður maður mundi vilja sitja með til borðs. Við erum í klóm bófaflokkanna. Í boði kjósenda.