Merkileg nýjung var kynnt af matvælaráðherra um daginn. Saurbjór er nýjasta snilld Íslands, næst á eftir þorramat og kæstri skötu. Saurbjór er búinn til úr því, sem á fögru máli er kallað „þarmainnihald“ hvala, sem er það sama og kallað var „kúkur“ í gamla daga. Matvælaeftirlitið var að reyna að banna saurbjórinn. Í réttlátri þjóðreisn greip Sigurður Ingi Jóhannsson fram fyrir hendur eftirlitsins og leyfði saurbjórinn. Gott er að vita, að fagmenn í matarmálum hindri evrópskan pempíuhátt. Þjóðreistir og sjálfstæðir láta ekki Evrópu hindra Sanna Íslendinga í að verða sér til yndisauka á þorranum.