Einfalt og ódýrt er að gera mislæg mót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar án þess að trufla umferð. Borum tvenn 100 m göng fyrir síðari götuna undir þá fyrri fyrir austan og vestan núverandi gatnamót. Og gröfum fyrir römpum, sem þarf fyrir viðstöðulausa umferð milli gatnanna. Þar sem nú er umferðarhnútur verður græn eyja með styttu af Jóni Gnarr. Fullt af göngu- og hjólabrautum í kring. Klippt verður á Stakkahlíð og Lönguhlíð. Og síðari gatan lögð í 100 m göng undir Miklubraut, sé peningur afgangs. Stokkur við Miklatún er svo allt annað dæmi, sem og brýr fyrir Háaleitisbraut og Grensásveg. Sóma verkefni.