Taka þarf meðmælum með varúð, hvort sem þær eru í bókum eða á vefsíðum. Álit Michelin á matarhúsum í Kaupmannahöfn er dæmi. Samanburður verðs sýnir mér, að 4000 krónur kostar að borða á þekktustu og beztu smurbrauðsstöðunum. Síðan tvöfaldast verðið upp í staði, sem fá Michelin-haus fyrir gott samræmi verðs og gæða. Aftur tvöfaldast verðið upp í einnar stjörnu staði. Og loks tvöfaldast verðið upp í tveggja stjörnu staði. Þar er verð komið upp í 32000 krónur á mann. Verðið mundi framreiknast í 64.000 krónur á þriggja stjörnu matstað. Gæðastimplar Michelin fela í sér ávísun á margfaldaðan verðmun.