Fréttir úr eldhafinu

Punktar

Ekki er nóg með, að Þjóðverjar hafi helmingi hærri laun en Íslendingar. Þeir hafa líka helmingi minni kostnað. Helztu nauðsynjar eru helmingi ódýrari í Berlín en þær eru í Reykjavík. Þar á meðal leiguhúsnæði, matur, veitingar og hótel. Þetta þekkja þeir, sem hafa skroppið til Berlínar. Lúxushótelið mitt kostaði þar 12.000 krónur, en sambærilegt kostar hér 30.000 krónur. Það er von, að bófarnir í stétt íslenzkra pólitíkusa tali um eldhafið í Evrópu. Og segi Þjóðverja reyna að gabba okkur með eldvatni og glerperlum. Allt gengur út á að gera bófaflokkum kleift að halda okkur í séríslenzkum fangabúðum.