Mig langar til að leyfa Páli Skúlasyni prófessor að hafa orðið að þessu sinni. Tilvitnanirnar eru úr helgarblaði DV: „Það er mjög erfitt í þessu stjórnkerfi, sem við búum við, að koma á nokkurri vitiborinni umræðu um sameiginlega hagsmuni. Kerfið eins og það er kallar á fólk, sem hefur unun af valdi og þráir að beita völdum, en hefur ekki að sama skapi áhuga á skynsamlegri umræðu.“ … „Það er rétt eins og stjórnmálunum hafi verið stolið frá almenningi og gerð að leikvelli örfárra einstaklinga.“ Almannamál eru orðin að einkamálum, til dæmis fundur Sigmundar Davíðs með Barroso hjá EBE.