Frá Undralandi

Punktar

Sigmundur Davíð er orðinn nánast alltaf pirraður, þegar hann talar. Er illa við, að menn fjalli um stórkarlaleg loforð hans og litlar sem engar efndir. Að menn fjalli um digurbarka hans, þegar hann talar niður til allra, sem sjá gegnum hann. Vill vera einn til frásagnar um fund með Barroso í Bruxelles. Hneykslast á, að Árni Páll Árnason vill ekki trúa. Sigmundur segist lumbra á hrægömmum, en gerir svo ekkert í því. Segir landið ekki til sölu, þegar hann er búinn að gefa það kvótagreifum. Segir Seðlabankann hafa „óumbeðið“ haft skoðun á verðbólgu af völdum aðgerða stjórnvalda. Drottningin í Undralandi.