Einelti og ofsóknir

Punktar

Þetta var mikill dagur hjá samtökum hrunverja. Eftir fjögurra ára frystingu forsætisráðherra var kominn nýr, sem vildi mæta á aðalfund Viðskiptaráðs. Menn bjuggust við, að hann mundi þar hafa forustu í hópefli hinna forsmáðu, sem aftur höfðu náð völdum. En Sigmundur Davíð hafði annað í huga, eineltið sem hann telur sig sæta. Hann vældi eins og venjulega um ofsóknir gegn sér. Jafnvel seðlabankastjóri væri kominn í hóp hinna skringilegu bloggara, sem kunna ekki að meta drottningu Undralands. Og Már lætur lögboðnar skyldur ganga fyrir prívatkröfum loddarans. Þvílík móðgun við sjálfa drottninguna.