Brengluð forgangsröðun

Punktar

250 manns bíða eftir hjartaþræðingu. Biðlistinn er langur og biðin tekur þrjá mánuði. Á þeim tíma deyja tíu prósent af biðlistanum. Það eru 25 manns. Þriðja hvern dag deyr einhver, því að hann er ekki þræddur, heldur hangir bara á biðlista. Afleiðing af óhóflegri skerðingu á rekstri Landspítalans. Við áttum von á, að þar færi staðan að lagast. En ný ríkisstjórn breytti fjárlagafrumvarpi og herti enn frekar að spítalanum. Þurfti nefnilega að rýma til fyrir kvótagreifum á fjárlögum ríkisins. Taldi sig þurfa að slá tugum milljarða af auðlindarentu. Brenglaður forgangur pilsfaldakapítalista.