Fyrstur kemur – fyrstur ræður

Punktar

Klukkan fimm þrjátíu í morgun spann Mogginn sögu um engar undanþágur hjá Evrópusambandinu. Klukkan sex í morgun spann Pressan sömu sögu. Málgögnin nýttu tímann, sem ríkisstjórnin smíðaði. Til að vera hálfum sólarhring á undan já-sinnum að túlka skýrsluna um Evrópuviðræður Íslands. Þetta er gömul tækni almannatengla. Vera heilli nótt á undan hinum við að búa til spuna. Þá rennur sú útgáfa viðstöðulaust inn í kvarnir pupulsins. Upp úr hádegi taka já-sinnar við að reyna að hrekja spunann. Þá er það orðið of seint. Fyrsta regla almannatengsla um fréttaspuna hljóðar: Fyrstur kemur, fyrstur ræður.