70% Íslendinga vilja klára Evrópuviðræðurnar, en aðeins 30% vilja ganga í Evrópusambandið. Efast um pakkann, en vilja kíkja í hann. Þarna eru 100.000 kjósendur, sem Sjálfstæðis og Framsókn voru að fiska í. Lofuðu þjóðaratkvæði um framhald viðræðna snemma á kjörtímabilinu, en eru nú að svíkja loforðið. Svik eru hornsteinn Framsóknar, en Sjálfstæðis bögglast með svikin. Hinu er ekki að leyna, að framhald viðræðna mundi seinka aðild. Litlar líkur eru á, að aðild yrði samþykkt, þegar búið væri að kíkja í pakkann. 70% þjóðarinnar eru andvíg framsali valds til fjölþjóðastofnana. Í því felst þjóðarheimskan.