Hnekkir virðingu sinni

Punktar

Fyrir kosningar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn þjóðaratkvæði um framhald Evrópuviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Vildi stuðning þess fólks, sem var andvígt aðild, en vildi samt kíkja fyrst í pakkann. Þjóðin skiptist þá eins og nú í tiltölulega þrjár jafnar fylkingar. 30% alfarið andvíg viðræðum og aðild. 40% hlynnt viðræðum, en andvíg aðild. 30% hlynnt aðild. Það var þessi 40% miðjuhópur, sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi klófesta. Nú hefur flokkurinn svikið loforðið, snúið við blaðinu. Miðjuhópurinn er stærstur og þar telja ýmsir sig illa svikna. Flokkurinn hefur hnekkt virðingu sinni.