Óligarkía og fasismi

Punktar

Eftir yfirtöku kvótagreifa líkist Sjálfstæðisflokkurinn flokkum ólígarka í Austur-Evrópu, einkum Rússlandi. Þessir flokkar eru afar þjóðrembdir að hætti Vladimir Pútín, sem óspart beitir þjóðrembu til að sætta þrælana við hlutskipti sitt. Markmiðið er að gefa kvótagreifum óheft svigrúm evrunnar, en festa þrælana á galeiðu krónunnar. Framsóknarflokkurinn er svipaður, gætir hagsmuna ólígarka, en er hálfu þjóðrembdari, minnir á ítalska fasista hjá Mussolini. Til hliðar við flokkana eru rekin frjáls samtök á borð við Heimssýn til að viðhalda þjóðrembu. Hér ríkir blanda ólígarkíu og fasisma.