Sjálfstæðismenn í pottinum hristu höfuðið yfir Bjarna Benediktssyni. „Hann er með hring í nösunum og SDG teymir hann í bandi“, sagði einn. Lygin fer í menn, hún er of gróf, hvernig sem hún er orðuð. Menn muna orðin, sem féllu á Laugarvatni. BB: „Ég er opinn fyrir því að nýta þjóðaratkvæðagreiðslu til að nýta þjóðarviljann í þessu máli“. SDG bætti við á sama stað: „Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu“. Í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar stendur skýrt: „Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu“. Þetta er Íslandsmet í lygum.