Varla telst það gild ástæða fyrir að svíkja loforð, að úrslit þjóðaratkvæðis kunni að verða ríkisstjórninni óþægileg. „Klúður“ samkvæmt newspeak Birgis Ármannssonar og „ómöguleiki“ samkvæmt newspeak Bjarna Benediktssonar. Birgir hefur fundið nýtt orð á svikum. Á newspeak hans heitir það að „heppilegra væri“ að orða svik með öðrum hætti. Þetta er nú meira pakkið, sem kjósendur hafa kallað yfir okkur. Nóg er nú nú ruglið úr Vigdísi Hauksdóttur einni. En pólitíkusar kvótagreifa virðast almennt vera farnir að tala eins og fávitar. Engin furða, þótt Bjarni Ben og Sigmundur Davíð neiti að tala við fjölmiðla.