Pólitísk veðurskil

Punktar

Ekki er nýtt, að pólitíkusar séu loddarar eða svikarar eða hvort tveggja. Dæmi Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar eru samt mun grófari en áður þekktist. Enda má greina þess merki, að sumir kjósendur hafa fattað, að þeim tveimur er ekki treystandi. Veðurskilin í pólitíkinni stafa af, að þeir eru ekki eins lagnir og sumir, sem áður héldu þjóðinni í heljargreipum. Kemur þá helzt upp í hugann Davíð Oddsson. Sá gamli hafði betra lag á blekkingum og sjónhverfingum en skálkarnir tveir. Staða Bjarna er sýnu verri. Hann lætur teymast af Sigmundi Davíð og er að missa málsmetandi fólk úr flokki sínum.