Stafræn tækni auðveldar lýðræði, kemur ekki staðinn fyrir það. Vefkannanir sýna fylgisbreytingar, en jafngilda ekki kosningum. Undirskriftasafnanir á veraldarvefnum sýna vilja fólks, en jafngilda ekki aðgerðum á Austurvelli. Skuggahlið internetsins er, að sumt ungt fólk telur það geta komið í stað raunheims. Þannig er erfitt að fá eins góða þátttöku ungs fólks í kosningum og hjá hinum eldri. Skoðanir í bloggi og á fésbók, þátttaka í könnunum og undirskriftasöfnunum eru góð viðbót við lýðræði. En koma engan veginn í stað hefðbundinna grunnstoða lýðræðis, sem kosta líka fætur og að nenna að mæta.