Lítið fyrir fólkið

Punktar

Ríkisstjórnin getur hugsanlega samið við stjórnarandstöðuna eða hluta hennar um tillögu Vinstri grænna um aðildarviðræður á ís. Kann að leiða til aukins friðar innandyra í Alþingishúsinu. Gerir hins vegar lítið fyrir fólkið úti á Austurvelli, fólkið í skoðanakönnunum, fólkið í áskorunum á netinu. Það vill fá að greiða atkvæði um framhald viðræðna hér og nú. Ekki bara kannski eftir þrjú ár, þegar ríkisstjórnin er búin að finna aðrar undankomuleiðir. Tillaga vinstri grænna snýst ekki um að koma til móts við almenning. Bara dæmigerð hugmynd að sátt milli pólitíkusa fjórflokksins. Sem þjóðin biður ekkert um.