Ný utanríkisstefna hefur lent í hremmingum, enda ættuð frá Ólafi Ragnari Grímssyni. Lítill hljómgrunnur er að áherzlu á Kína og nýju Sovétríkin með svæðishöfuðborg í Sankti Pétursborg. Gaman er þó að sjá gömlu NATO-vinina í þessum sérstæða félagsskap. Kjarninn átti að vera á norðvesturslóðum með Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Nú segja grátandi ráðherrar vorir, að Noregur og Færeyjar hafi svikið Ísland. Þarlendir ráðherrar segja, að Ísland hafi viljað svindla sig inn í grænlenzka landhelgi. Ætli norðvesturbandalaginu sé þar með ekki lokið? Eins og bandalagi forsetans við Kína og nýju Sovétríkin.