Skilgreining fávita

Punktar

Þegar ég kalla fólk fávita, á ég við pólitíska fávita. Fólk, sem veit ekki hvað er að gerast í pólitíkinni, fylgist ekki með þjóðmálum, notar sér ekki fréttir. Kýs einhvern fjórflokkinn af gömlum vana, veltir aldrei fyrir sér, hvort það sé bófaflokkur. Stundum hef ég nefnt, að þetta fólk sé þriðjungur landsmanna. Í Reykjavík er hópurinn minni, Sjálfstæðis og Framsókn hafa þar samanlagt bara fjórðungs fylgi. Eitthvað er það meira utan höfuðborgarinnar. Bófaflokkarnir fara varla mikið neðar, þeir eru núna að skrapa sinn botn. Hinir pólitísku fávitar munu vernda bófaflokka vora fyrir meira fylgishruni.