Hraðbrautin endurvakin

Punktar

Þekktasta einkavinavæðing fyrirhrunsáranna var menntaskólinn Hraðbraut undir pilsfaldi þáverandi menntaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ríkisendurskoðun komst að svindlinu. Upplýsti, að skólinn sogaði til sín fjármagn umfram aðra skóla og kom því fyrir í arði á aflandseyjum. Nemendur voru færri en vera átti samkvæmt greiðslum. Skólinn var lagður niður, þegar ný ríkisstjórn tók við og fór að spara í sukkinu. Nú er komin illvíg sukkstjórn, sem elskar einkavinavæðingu og arð handa gæludýrum. Illuga Gunnarssyni lízt því  vel á, að Hraðbraut verði endurvakin. Senn fær hún því aftur að mjólka ríkissjóð.