„Vistvæn“ framleiðsla er önnur en „lífræn“. Vistvænt er ekki fjölþjóðlegt fyrirbæri, heldur uppfinning Bændasamtakanna. Lífrænt (organic) er hins vegar alþjóðlegt fyrirbæri, vottað af þar til bærum vottunarstofum óháðum. Lítið er um lífræna framleiðslu hér á landi, helzt í garðyrkju. Eitthvað er vottað af mjólkurafurðum, einkum Biobú og Kú, líka hluti Mjólkursamsölunnar. Fáir bændur bjóða vottað kjöt, aðallega lamb. Ekkert sláturhús á landinu er lífrænt vottað og engin framleiðsla eggja og kjúklinga. Við erum aftarlega á merinni í þróuninni í átt til heilbrigðrar framleiðslu landbúnaðarafurða.