Í Bretlandi og Danmörku ryðja sér til rúms 220 kílóvolta rafstrengir. Þeir flytja rafmagn langar leiðir í miklu magni, 500 megawöttum. Þessa strengi er hagkvæmt að leggja í jörð, þótt Landsnet ljúgi öðru. Hagkvæmni jarðstrengja með þessari flutningsgetu er ótvíræð. Heildaraflþörf á öllu Íslandi er bara 2000 megawött. Óþarft verður því að flytja meira en 500 megawött með einum streng. Landsnet á því að læra af nýjustu reynslu Breta og Dana. Hætta að tönnlast á snjóþungum línum og turnum ofanjarðar. Sætta sig við, að línur verði hér eftir lagðar í jörð. Til dæmis um Reykjanesskaga og Sprengisand.